Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Selá í Álftafirði

Páll Ólafsson
Netfang: pall@anglingadvisor.com
Sími: 787 4746
 

Lax og bleikja

Selá Í Álftafirði hefur verið friðuð frá árinu 2014 en leyfð hefur verið tilraunaveiði seinust 2 ár.  Selá var löngum eitt bezt varðveitta laxveiðileyndarmál landsins. Selá er dragá sem rennur um Starmýrardal og útí Álftafjörð rétt austan við Þvottárskriður, á mörkum Austur- Skaftafellssýslu og Suður-Múlasýslu. Lítið fer fyrir ánni þegar ekið er yfir hana, en ofar rennur hún í gljúfrum og eru margir skemmtilegir fluguveiðistaðir þar. Hún er fiskgeng 9. km. og eru í henni skráðir um 20 veiðistaðir og veiðikort er til af ánni.

kl. 7-13 og 16-22, en eftir 8.ágúst kl. 15-21 daglega

Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu.
Veiðitíminn er frá 14. júlí - 8. september. Stangirnar tvær eru einungis seldar saman og aðeins er má veiða á flugu.  
Þar sem áin var ofveidd fyrir friðum ber veiðimönnum að sleppa öllum veiddum laxi.

Gisting innifalin og gist í gömlu einbýlishúsið að Starmýri.  Hægt er að fá uppábúin rúm sem kosta 3000 kr hvert rúm og einnig er hægt að fá lokaþrið á húsi sem kostar 12.000 kr.  Rúm og þrif eru greidd á staðnum og hægt er að nálgast upplýsingar með því að hringja í Guðmund í sima 8940451

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði