Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu

Pétur Pétursson
petur@vatnsdalsa.is

Reykjadalsá - Urriði, lax, þurrfluga

Reykjadalsá er ein af þverám Laxár í Aðaldal, liðast undurhæg niður Reykjadalinn og fellur í Vestmannsvatn. Úr Vestmannsvatni tengist hún svo Laxá um Eyvindarlækinn. Reykjadalsá er rómuð fyrir þurrfluguveiði

Pétur Pétursson (vatnsdalsa.is) er leigutaki árinnar.

60 km austur af Akureyri og um 440 km frá Reykjavík.

Veiðisvæðið er 40 km langt; Neðsti hlutinn er Eyvindaráin frá Laxá upp í Vestmannsvatni um 5km, þá tekur Reykjadalsáin við frá Vestmannsvatni og að Laugum eru um 7 km. og frá Laugum að þjóðvegi eru um 5km. Þar ofan við heldur svo Reykjadalsáin áfram langt á heiðar upp.

Veiðitímabilið er 15. maí til 15. september.

6 stöngum er skipt á þrjú tveggja stanga svæði og er innbyrðis skipting samkomulag veiðimanna.

Aðeins er leyfð fluga á svæðinu.

Öllum laxi skal sleppt en heimilt að hirða urriða og bleikju.

Árleg veiði síðustu ára hefur verið 100-150 laxar og um 1.500 urriðarar.

Nýlegt veiðihús með uppábúnu rúmi fylgir leyfum.

Veiðibók er í veiðihúsi.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Væntanlegt Veiðibók Skrá veiði