Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Laxá í Aðaldal - Laxamýri

Laxá í Aðaldal - Laxamýri

Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni 58 km. leið til sjávar í Skjálfandaflóa, skammt norðann Laxamýrar. Hún er fiskgeng að Brúarfossum, 26 km.leið.  Hún er lindá, meðalrennsli 44 rúmm./sek. vatnasvið 2150 ferkm. Helstu þverár eru Mýrarkvísl, Eyvindarlækur með Reykjadalsá og svo Kráká, sem fellur til Laxár á upptakasvæðinu við Mývatn. Lífríki Laxár og Mývatns hefur sérstöðu meðal íslenskra vatnakerfa og gilda um það sér lög um verndun Laxár og Mývatns.   Laxasvæðið árinnar er skipt í tvö svæði;  Laxamýri sem er neðra svæðið og Nes sem er efra svæðið

Laxárfélagið er leigutaki - veiðidagar til sölu er í umboðssölu frá einstaklingum. 
Upplýsingar veitir Veiðitorg.is - 696-5464

1. veiðisvæði. Laxamýrarland. 2 stangir
Mörk: Neðan Æðarfossa ásamt Kistukvísl að Fossavaði og neðri vestustu kvíslar.


2. veiðisvæði. Laxamýrarland. 1 stöng
Mörk: Frá brú á þjóðvegi við Heiðarenda niður að Æðarfossum ásamt veiðum úr Kríuskeri.
Einnig efsti potturinn í vestustu kvísl og Fossavað.


3. veiðisvæði. Laxamýrarland. 2 stangir
Mörk: Frá landamerkjum við Núpa ofan Eskeyjar niður að brú á þjóðvegi við Heiðarenda.


4. veiðisvæði. Jarlsstaða- og Hjarðarhagaland. 1 stöng
Mörk: Frá girðingu ofan við Dýjaveitur niður að merki ofan við Tjarnarhólma.
Veiða má úr Höskuldsvíkurhólma, en ekki úr Straumeyjum.


8. veiðisvæði. Allt land Núpa og Kjalar og hluti Hagalands. 2 stangir
Núpaland, mörk að vestan: frá girðingu ofan við Fossbrún niður að grjótgarði ofan við Eskey.
Núpaland, mörk að austan: frá merki ofan Höfðahyls og niður á móts við grjótgarð ofan við Eskey
Hagaland; Frá landamerkjum við Hraun og 100m niðurfyrir brú á á þjóðvegi ( Hagabakkar ytri ).
Ath. Um veiðar fyrir landi Haga gildir eftirfarandi:
Um er að ræða leyfi fyrir einni stöng á austurbakka Laxár og þurfa þeir veiðimenn sem deila áttunda
svæði að koma sér saman um hvort og hvernig þeir hyggjast nýta stöngina.20. júní - 18.ágúst; 07-13 og  16-22
18. ágúst - 31. ágúst; 07-13 og  15-21
31. ágúst - 12. sept.;  08-13:30 og  14:30-21

Eingöngu er veitt á flugu í Laxá og skal öllum laxi sleppt.  Urriða má hins vegar hirða.

Laxá er þekkt fyrir stóra fiska og veiðast flest árin nokkrir fiskar um og yfir 100 cm.

Vökuholt er veiðihúsið fyrir Laxamýrarsvæðið - það er staðsett rétt ofan við Æðarfossa.  Skyldufæði er fyrir einn á hverja stöng og það er ekki innifalið í stangarverði. 

Laxá er í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík og það tekur um 50 að renna austur frá Akureyri.

Klassískar laxaeinkrækjur og flotlína er mikið notað í Laxá.  

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði