Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Hofsá í Lýtingsstaðahreppi

Hofsá í Lýtingsstaðahreppi - Bleikja, sjóbleikja, laxavon

Hofsá er innarlega í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri. Veiðisvæði árinnar er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja, þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist þar. Hofsá rennur í Vestari Jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli úr vötnum og lækjum þar í kring. Áin er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli en ofan við ármót Fossár er Hofsáin alltaf tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður.

Veiðifélag Hofsár  - Borgþór Borgarsson, 4538087, hofsvellir@simnet.is

Hofsá er innarlega í Skagafirði að vestanverðu, um 40 km frá Varmahlíð.  Ekið er útaf þjóðvegi 1 sunnan Varmahlíðar og inná veg 752 - honum er svo fylgt þar til komið er að Hofsá. 

Veiðisvæði er 25 km langt og er skipting veiðisvæða samkomulag á milli veiðimanna.

Aðgengi að ánni er ágætt alveg inn að bænum Giljar en þar fyrir innan er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bílum, helst jeppum. Töluverð ganga er með efri hluta árinnar en hægt er þó að aka nálægt henni víða. Veiðihús stendur um 50 m austan við þjóðveginn og er áin um 50 m vestan við veginn. Þetta er rétt við bæinn Litlu-Hlíð, örskömmu áður en komið er að rimlahliðinu.
Frá veiðihúsi og að bergvatnssvæðinu ofan Fossár eru um 13 km og tekur um 25-30 mínútur að aka þangað. Til að fara þangað er beygt til vinstri (suðurs) frá veiðihúsi (gegnum rimahliðið) og haldið sem leið liggur áleiðis suður Sprengisand. Þegar komið er að Þorljótsstöðum (aður en vinstri beygjan uppá Sprengisand kemur) er farið beint áfram útaf veginum og ekinn áfram slóðinn þar. Sá slóði er seinfarinn og aðeins fær 4x4 bílum. Slóðinn endar við Lambavað í Hofsá, rétt ofan ármótanna. Ekki borgar sig að fara þar yfir ánna og aka lengra, heldur er best að leggja þar land undir fót.

Veitt er á svæðinu frá 15. júlí til 15. október.

Seldar eru 3 stangir saman frá morgni til kvölds.

Veiðitími eru 12 tímar á sólahring frá 06:00 til 04:00.

Veitt er á flugu, maðk og spón í Hofsá.

Leyfilegt er að hirða 20 fiska á dagsleyfið.

Veiðin hefur verið afar sveiflukennd í gegnum árin, sum árin hefur nánast ekkert veiðst en svo hafa önnur ár gefið ævintýralega veiði.  Oft er besta veiðin á haustin.  Einn októberdaginn veiddust t.d. yfir 100 bleikjur á stangirnar þrjár og tveir laxar að auki.

Hægt að fá uppábúið hjá Mörtu í Litluhlíð fyrir 6.000 kr í sumarbústað með heitum potti:
Marta (litlahlid@isl.is) 4538086 /8234242

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í rafræna veiðibók.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði