Fjarðará í Borgarfirði

Fjarðará í Borgarfirði - Hófsemi, sjóbleikja og smá laxa von

Fjarðará, ásamt Þverá í Borgarfirði eystra er falleg sjóbleikjuá sem rennur um undirlendi hins ægifagra og margrómaða Borgarfjarðar eystra. Frá náttúrunnar hendi eru þessar ár hentugastar fyrir sjóbleikju, en þó veiðast nokkrir laxar á hverju sumri.

Guðmundur Magni Bjarnason. 665-6305.

Fjarðará er í Borgarfirði Eystra á Austurlandi.  Í 65 km fjarlægð frá Egilsstöðum.

Veiðisvæðið er um 20 km langt.  

Neðra svæðið er silungasvæði og nær það frá ósi og að ármótum við Þverá, þar er leyfð ein stöng.

Efra svæðið er frá og með ármótum við Þverá og uppúr - og má veiða báðar árnar.   Á efra svæðinu eru leyfðar tvær stangir.

 

20. Júní – 20. Sept

Veitt frá 07-13 og 15-21.

Fluga, spúnn og maðkur á neðra svæðinu.
Aðeins er leyfð fluga á efra svæðinu.

Hirða má einn lax undir 70 sm á dag. Sleppa skal öllum laxi yfir þessari stærð.
Það má hirða 5 bleikjur undir 47sm á dag. Sleppa skal allri bleikju stærri en 47 sm.
Þegar kvóta er náð er mönnum frjálst að veiða og sleppa.

Mest kraftur er í göngum í seinniparts júlí og ágúst.

Ekki er veiðihús við ána.  

Heimasæta, bleik og blá, héraeyra,krókurinn, fasantail, o.fl.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók á Veiðitorg.is.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd.  Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Væntanlegt Veiðibók Skrá veiði