Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Eyjafjarðará - Pollurinn

Veiðifélag Eyjafjarðarár
Sími: 851-1801
eyjafjardara@eyjafjardara.is
www.eyjafjardara.is

Eyjafjarðará - Pollurinn

Eyjafjarðará á upptök á jaðri hálendisins sunnan Eyjafjarðar og í fjalllendinu umhverfis Eyjafjarðardal. Áin er dragá með 1.300 km2 vatnasvið og rennur út Eyjafjarðardal um 70 km vegalengd að ósi í Pollinum á Eyjafirði. Hún er fiskgeng um 60 km allt fram að Brúsahvammi í 450 metra hæð yfir sjávarmáli. Í ánna renna margar þverár og eru þær samtals fiskgengar um 24 km. Áin er vatnsmest í lok júní og byrjun júlí – þótt stundum dragist sumarflóðin allt fram í ágúst. Meðalrennsli er um 40 m3/s við Leirubrú og sennilega 5-10 m3/s á efsta svæðinu.
Óshólmar Eyjafjarðarár ásamt fjörum og flæðimýrum eru á Náttúruminjaskrá.

Veiðifélag Eyjafjarðarár er söluaðili fyrir Eyjafjarðará og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.eyjafjardara.is

Pollurinn. Er strandlengjan frá Leiruvegi og norður að Eimskipsbryggju að vestan en að Halllandsnesi að austan. Veiðar við brú og ræsi á Leiruvegi er þó óheimilar.

Veiðitími á Pollinu er 12 tímar á sólarhring.

Á Pollinu er allt agn leyfilegt.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Eyjafjarðarár á Veiðitorg.is. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði