Eyjafjarðará

Veiðifélag Eyjafjarðarár
Sími: 851-1801
eyjafjardara@eyjafjardara.is
www.eyjafjardara.is

Eyjafjarðará - Sjóbleikja, bleikja, sjóbirtingur, urriði

Eyjafjarðará á upptök á jaðri hálendisins sunnan Eyjafjarðar og í fjalllendinu umhverfis Eyjafjarðardal. Áin er dragá með 1.300 km2 vatnasvið og rennur út Eyjafjarðardal um 70 km vegalengd að ósi í Pollinum á Eyjafirði. Hún er fiskgeng um 60 km allt fram að Brúsahvammi í 450 metra hæð yfir sjávarmáli. Í ánna renna margar þverár og eru þær samtals fiskgengar um 24 km. Áin er vatnsmest í lok júní og byrjun júlí – þótt stundum dragist sumarflóðin allt fram í ágúst. Meðalrennsli er um 40 m3/s við Leirubrú og sennilega 5-10 m3/s á efsta svæðinu.
Óshólmar Eyjafjarðarár ásamt fjörum og flæðimýrum eru á Náttúruminjaskrá.

Veiðifélag Eyjafjarðarár er söluaðili fyrir Eyjafjarðará og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.eyjafjardara.is

Aðgengi að ánni er yfirleitt gott, vegur liggur beggja vegna árinnar og víða eru slóðar niður að veiðistöðum. Það er aðallega á svæði 2 sem ekki er hægt að aka að öllum veiðistöðum.

Pollurinn. Er strandlengjan frá Leiruvegi og norður að Eimskipsbryggju að vestan en að Halllandsnesi að austan. Veiðar við brú og ræsi á Leiruvegi er þó óheimilar
Svæði 0. Nær frá merki ca. 100 metrum neðan við gömlu brýrnar austan flugvallarins upp að hitaveituröri við Teig.  Auk þess fylgir Varðgjártjörnin svæði 0
Svæði 1. Nær frá merki við hitaveiturör neðan Teigs að merki 50 m sunnan Munkaþverár
Svæði 2. Nær frá merki 50 sunnan Munkaþverár að Guðrúnarstaðabæ
Svæði 3. Nær frá Guðrúnarstaðabæ að merki norðan Hleiðargarðs
Svæði 4. Nær frá merki norðan Hleiðargarðs að göngubrú við Hóla
Svæði 5. Nær frá göngubrú við Hóla að merki við Tjaldbakkahyl

1. apríl - 30. september en misjafnt er hvaða svæði eru opin hverju sinni.

Til og með 15.maí er veitt frá kl. 8-14 og 16-22.

Til og með 15. ágúst er veitt frá kl. 7-13 og 16-22, en eftir það frá kl. 7-13 og 15-21.  
Veiðitími á Pollinu er 12 tímar á sólarhring.

Veitt er á samtals 12 stangir í ánni, sem er skipt í sex svæði með tveimur stöngum hvert. Mjög rúmt er um veiðimenn enda er samanlögð bakkalengd veiðisvæðis árinnar um 170 km.

Svæði 0, 1 og 2 er fluga og spúnn.
Svæði 3, 4 og 5 er eingöngu fluga.
Á Pollinu er allt agn leyfilegt.

Í vorveiðinni frá 1. apríl til 15. maí er eingöngu heimilt að veiða með flugu.

Í vorveiðinni ber að sleppa öllum fiski, frá 1. apríl til 15. maí á svæðum 0, 1 og 2.
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm. á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.

Á efri svæðum árinnar og í mörgum þveránum er sjóbleikjan ráðandi. Oft eru fyrstu bleikjurnar að ganga uppúr miðjum júlí en stærstu göngurnar virðast vera fyrri partinn í ágúst. Stundum gengur mikið af geldbleikju á neðri svæðin í september.
Staðbundinn urriði og sjóbirtingur heldur sig á neðri svæðunum og eru það oft rígvænir fiskar eða allt uppí 80 cm. Staðbundni urriðinn veiðist allt veiðitímabilið en sjóbirtingur í ágúst og september.


Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Bleikja urriði veiðileyfi eyjafjarðará veiðitölur

Ekkert veiðihús er við Eyjafjarðará en víða er gistingu að fá í sveitinni.

Bleikur nobbler, Sunray shadow, Black ghost, púpur og þurrflugur.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Eyjafjarðarár á Veiðitorg.is. Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Veiðimenn eru beðnir um að loka alltaf hliðum á eftir sér og aka ekki um tún og ótroðnar slóðir nema með leyfi landeigenda. Einnig eru veiðimenn beðnir um að sýna landeigendum og öðrum veiðimönnum tillitssemi, ganga vel um landið og skilja ekki eftir rusl við ána.

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði