Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Deildará - Silungsveiði

Deildará - Silungsveiði Bleikja, urriði, miðnæturveiði, þurrfluga

Ofan við laxasvæðið í Deildará eru tvær laglegar silungsár.
Fremri Deildará er um það bil 8 km löng og er afar gjöful silungsveiðiá. Þar veiðist bæði urriði og bleikja. Neðst í ánni er 200 metra kafli þar sem áin rennur afar rólega að Ytra Deildarvatni.
Ölduá er um 6 km veiðisvæði og heldur vatnsminni en Fremri Deildará, hún rennur ofan af Melrakkasléttu í Ytra Deildarvatn.
Eingöngu er veitt á flugu og á fjórar stangir.

Salmontails - http://icelandsalmon.fishing
info@icelandsalmon.fishing
+354 6669555
+354 8993702

Deildará er staðsett á norðaustur horninu, rétt við Raufarhöfn. Upptök hennar eru á Melrakkasléttu og rennur hún í vestanverðan Þistilfjörð
Vegalengd frá Akureyri er 224 km, Egilsstöðum 258 km og Reykjavík 602 km.

Fremri Deildará er lítil en afskaplega falleg á sem rennur frá Fremra Deildarvatni niður í Ytra Deildarvatn. Veiðisvæðið er um 8 km langt með bleikju og urriða.
Ölduá er önnur tveggja hinna svokallaðra fremri ársvæða. Ölduá er heldur minni en Fremri Deildará og rennur ofan af Melrakkasléttu í Ytra Deildarvatn. Veiðisvæðið er rúmlega 6 km langt með bleikju og urriða.

20. Júní – 20. September

12 tímar á sólarhring

Veitt er á 4 stangir

Fluga eingöngu

Sleppa skal öllum stórlaxi en hirða má tvo smálaxa á dag.  Smálax miðast við að laxinn sé undir 70 cm.
Hirða má 5 silunga (urriða eða bleikjur)  á stöng á dag, en sleppa verður öllum silungi yfir 50 cm.

Bleikjan í Fremri Deildará og Ölduá er yfirleitt á bilinu 1-2 pund en urriðinn getur orðið stærri. Þegar líður á haustið geta veiðimenn einnig átt fínan möguleika á að krækja í lax.

Hægt er að kaupa gistingu með silungsleyfunum - hafið samband við söluaðila

Frá Akureyri er stefnan tekin á Raufarhöfn,  ekið í austur gegnum Húsavík og Ásbyrgi en til hægri rétt áður en komið er á Kópasker, yfir Hófaskarð og svo til vinstri í átt til Raufarhafnar

Veiðibók er í veiðihúsi við laxasvæði

Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í veiðibók í veiðihúsi.

Væntanlegt Veiðibók Skrá veiði