Veiðitorg notar vafrakökur

Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota Veiðitorg samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org.

Dalsá í Fáskrúðsfirði

Halldór Pétur Ásgeirsson
Sími: 861-2154

Dalsá í Fáskrúðsfirði

Dalsá og Tungudalsá eru laglegar dragár í Fáskrúðsfirði.  Þær eiga upptök sín í tæplega 1.000 metra hæð á heiðunum innaf Fáskrúðsfirði og renna um daliina sitthvorumegin við Suðurfjall.    
Dalsáin er stærri áin og liggur nýji þjóðvegurinn úr Fáskrúðsfjarðargöngum meðfram henni að mestu.  
Tungudalsáin er hinsvegar í nokkuð ósnortnu og fallega grónu umhverfi og er ekki akfært með henni. 

Söluaðili er Halldór Pétur Ásgeirsson. Sími 477-1130  861-2154 
Sá einnig https://dalsa.wordpress.com/

 

Fáskrúðsfjörður á Austurlandi.  Í 50 km fjarlægð rá Egilsstöðum

Veiðisvæði Dalsár er um 10 km langt,  neðri hlutinn mestmegnis á áreyrum en efri hlutinn í þrengri farvegi með fallegum hyljum.
Veiðisvæði Tungudalsár er um 5 km langt í fallega grónu umhverfi.  Áin er mjög nett, þar sem skiptast á malareyrar og nettir berghyljir. 

20. Júní – 20. Sept

Veitt frá 07-13 og 15-21.

3 stangir í Dalsá og 2 stangir í Tungudalsá

Fluga, spúnn, maðkur

Höfðum til veiðimanna að sýna hófsemi taka í soðið en sleppa eins miklu og mögulegt er,ganga um með virðingu fyrir náttúrunni,

Oftast er kominn fiskur við opnun 20. Júní. En mest gengur í hana seinniparts júlí og ágúst.

Ekki er veiðihús við ánna en Tunguholt gistihús stendur rétt við ána.

Heimasæta,bleik og blá,héraeyra,krókurinn,fasantail,o.fl.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Dalsár og Tungudalsár á Veiðitorg.is.   Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Veiðileyfi Veiðibók Skrá veiði