Laxá í Aðaldal rennur úr Mývatni 58 km. leið til sjávar í Skjálfandaflóa, skammt norðann Laxamýrar. Hún er fiskgeng að Brúarfossum, 26 km.leið. Hún er lindá, meðalrennsli 44 rúmm./sek. vatnasvið 2150 ferkm. Helstu þverár eru Mýrarkvísl, Eyvindarlækur með Reykjadalsá og svo Kráká, sem fellur til Laxár á upptakasvæðinu við Mývatn. Lífríki Laxár og Mývatns hefur sérstöðu meðal íslenskra vatnakerfa og gilda um það sér lög um verndun Laxár og Mývatns. Laxasvæðið árinnar er skipt í tvö svæði; Laxamýri sem er neðra svæðið og Nes sem er efra svæðið
20. júní - 18.ágúst; 07-13 og 16-22
18. ágúst - 31. ágúst; 07-13 og 15-21
31. ágúst - 12. sept.; 08-13:30 og 14:30-21
Eingöngu er veitt á flugu í Laxá og skal öllum laxi sleppt. Urriða má hins vegar hirða.
Vökuholt er veiðihúsið fyrir Laxamýrarsvæðið - það er staðsett rétt ofan við Æðarfossa. Skyldufæði er fyrir einn á hverja stöng og það er ekki innifalið í stangarverði.
Laxá er í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík og það tekur um 50 að renna austur frá Akureyri.
Klassískar laxaeinkrækjur og flotlína er mikið notað í Laxá.
Laxá er þekkt fyrir stóra fiska og veiðast flest árin nokkrir fiskar um og yfir 100 cm.
Laxárfélagið er leigutaki - veiðidagar til sölu er í umboðssölu frá einstaklingum.
Upplýsingar veitir Veiðitorg.is - 696-5464