Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Hörgá -
Karfan er tóm

Hörgá
Stangaveiðifélag Akureyrar
+354 841 1588
svak@svak.is www.svak.is
Hörgá Hörgá Hörgá

Hörgá


Veiðisvæði Hörgár nær efst frá Nautá við Bakkasel í Öxnadal og Básfossi í Hörgádal og niður að ósum Hörgár. Í árnar renna margar hliðarár úr hliðardölum og skörðum. Hörgá er dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft jökullituð á sumrin. Hún er þriðja stærsta áin sem rennur í Eyjafjörð á eftir Eyjafjarðará og Fnjóská.


Veiðireglur

Veitt er frá kl 7:00 á morgnana til kl 13:00 og 16:00 til 22:00 fram til 1. ágúst. Eftir 1. ágúst er seinni vaktin frá 15:00 til 21:00

Hörgá er skipt í 7 svæði og er veitt á 2 stangir á hverju þeirra - eða samtals 14 stangir.

1.-20. maí er fluguveiði eingöngu og skal sleppa öllum fiski.
Eftir það er allt venjulegt agn leyfilegt (fluga, beita eða spúnn) og enginn kvóti á afla.  
Svæði 5b er þó eingöngu fluguveiði. 


Veiðihús

Ekkert veiðihús er við Hörgá, en stutt er til Akureyrar og næg gistiaðstaða.


Annað

Veiðimenn eru beðnir að ganga vel um árbakkana, aka einungis á vegaslóðum og hirða upp allt rusl eftir sig.

Fimm hæstu urriðaflugurnar síðustu árin eru Grey ghost, Nobbler svartur, Heimasæta, Nobbler og Krókur.
Fimm hæstu bleikjuflugurnar síðustu árin eru Krókur, Nobbler, Heimasæta, Bleik & Blá og Grey ghost.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Hörgár á Veiðitorg.is.   Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Veiðiverðir: Guðmundur Helgi Gunnarsson. Sími 866-3295 og Helgi Bjarni Steinsson Sími 861-8802

 

Stangaveiðifélag Akureyrar er söluaðili fyrir Hörgá og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.svak.is


Skilmálar
Veiðileyfi fást ekki endurgreidd. Kaupandi skuldbindur sig til að skrá alla veiði samviskusamlega í þar til gerða veiðibók.

Væntanlegt Veiðibók Skrá veiði

Veiðitorg ehf, veiditorg@veiditorg.is | +354 833 7645 © 2020 - Veiðitorg ehf