Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Svarfaðardalsá -

Svarfaðardalsá
Stangaveiðifélag Akureyrar
+354 841 1588
svak@svak.is www.svak.is
Svarfaðardalsá Svarfaðardalsá Svarfaðardalsá

Svarfaðardalsá, Sjóbleikja og urriðið


Svarfaðardalsá á upptök sín á Heljardalsheiði, fornri samgöngleið á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Dæmigerð dragá, köld með breytilegu vatnsmagni og oft jökullituð á sumrin. Fjölmargar þverár falla í hana, og er helst þeirra að nefna Skíðadalsá.

Svarfaðardalsá er litla systir Eyjafjarðarár og Hörgár,  styttri og vatnsminni en á margan hátt mjög lík hinum tveimur. Áin er að grunninum til bleikjuá, en töluvert af urriða er á neðri svæðum. Veiðisvæðið er um 35 km langt, skipt í 5 svæði og tvær stangir á hverju svæði. Vinsælasti tíminn er fyrstu tvær vikurnar í ágúst, en þá eru bleikjugöngur jafnan í hámarki.

Mjög skemmtileg sjóbleikjuveiði er oft í Svarfaðardalsá,  og svo leynir hún á sér í urriðaveiði.  


Veiðireglur

Veiðitímabil er frá 1. júní  til 10. september.

Til og með 15. ágúst er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 16-22.
Frá og með 16. ágúst til 10. september er veiðitíminn frá kl. 7-13 og 15-21.

Leyfðar eru 10 stangir,  fimm svæði með tvær stangir hvert.

Allt löglegt agn er leyfilegt en kvóti á bleikju eru þrjár bleikjur á stöng á hvorri vakt, ekki er kvóti á urriða né sjóbirting.


Veiðihús

Ekki er veiðihús við ána en góðir gistimöguleikar í nágrenninu.


Annað

Litríkar straumflugur og púpur.

Alla veiði á að færa í rafræna veiðibók Svarfaðardalsár á Veiðitorg.is.   Veiðibækur síðustu ára má sjá hér.

Veiðivörður er Marinó Heiðar Svavarsson sími 780-0049.

Stangaveiðifélag Akureyrar er söluaðili fyrir Svarfaðardalsá og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.svak.is