Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Laxá í Aðaldal, Árbót -

Laxá í Aðaldal, Árbót
Icelandic Fishing Guide
+354 660 1642
info@icelandfishingguide.com www.icelandfishingguide.com
Laxá í Aðaldal, Árbót

Laxá í Aðaldal- Árbót, stórlaxar, urriðaveiði, frábært fjölskyldusvæði


Veiðisvæði Árbótar í Laxá í Aðaldal er fornfrægt stórlaxasvæði.  Um að ræða austurbakka Laxár,  á milli Nesveiða og Laxamýrarsvæða.  Svæðið hefur í gegnum tíðina ýmist verið hluti af Nesveiðum eða Laxamýri.

Frábær fjölskylduparadís, með möguleika á skemmtilegu veiðihúsi, sem bóka þarf sérstaklega.


Veiðireglur

20. maí - 20. september.
Seldar eru 2-4 stangir, hálfan dag í senn.
7-13 og 16-22 en eftir 15. ágúst 7-13 og 15-21.
Fluga eingöngu
Sleppa þarf öllum laxi en 2 fiska kvóti er á urriða á stöng á hálfum degi


Veiðihús

Veiðihúsið Vörðuholt fylgir ekki með leyfunum en hægt er að bóka það sérstaklega.
Það er fallegt og rúmgott með uppábúnu fyrir 6 manns í þremur tveggja manna herbergjum. 
Veiðimenn fá húsið afhent kl 15:00 og þurfa að skila af sér fyrir kl 13:00 daginn eftir.