Hraun er urriðasvæði rétt neðan virkjunnar í Laxá í Aðaldal austan við ána á móti Staðartorfu. Mjög skemmtilegt fjölskyldusvæði með mikilli náttúrufegurð og hreint frábært þurrflugusvæði þegar veður leyfir.
Algeng stærð urriða er á bilinu 35-50 cm og einnig veiðist stöku lax.
1. Júní – 31. ágúst.
7-13 og 16-22 en eftir 5. ágúst 7-13 og 15-21.
2 stangir á Efra-Hrauni og 2 stangir á Neðra-Hrauni.
Fluga eingöngu.
2 fiskar á dag á stöng – skylt er að sleppa öllu yfir 40 cm.
Öllum laxi skal sleppt aftur án undantekninga. Særist lax svo honum verði ekki hugað líf ber að koma honum til landeiganda.
Veiðihús er ekki á staðnum en veiðimönnum sem þurfa á gistingu að halda er bent á gististaðinn Brekku sem er vel staðsettur og með útsýni yfir svæðin.
Stangaveiðifélag Akureyrar er söluaðili fyrir Hraun í Laxá í Aðaldal og má finna nánari upplýsingar og fróðleik á vefsíðu félagsins, www.svak.is