Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Hallá á Skagaströnd -

Hallá á Skagaströnd
Hallá á Skagaströnd
veidi@hallariver.is
Hallá á Skagaströnd Hallá á Skagaströnd Hallá á Skagaströnd

Hallá er falleg lítil dragá sem rennur til sjávar rétt sunnan við Skagaströnd í um 10 mínútna fjarlægð frá þjóðvegi 1 við Blönduós. Veiðisvæðið er um 12 km að lengd og er veitt á tvær stangir. 


Veiðireglur

Veiðitími er frá 20. júní til 20. september.
Veiðitími er frá 07:00 til 13:00 og frá 16:00 til 22:00 til og með 20. ágúst en 21. ágúst breytist seinni vaktin og er þá frá 15:00 til 21:00.

Tvær stangir eru leyfðar í ánni og eru seldar saman í tvo daga, hálfur-heill-hálfur fyrirkomulag.

Eingöngu er leyfð fluguveiði með flugustöng í Hallá.
Skylt er að sleppa öllum laxi en heimilt er að drepa urriða.


Veiðihús

Veiðihús stendur við Hallá og fylgir með veiðileyfum. Áður en komið er að Hallá að sunnanverðu er beygt til hægri og stendur veiðihúsið um 300 metra frá Skagastrandarvegi. Veiðihúsið er um 50 fm og er með gistirými fyrir 7-8 manns í  tveimur herbergjum.  Veiðimenn þurfa að koma með sængurföt og handklæði.
Skylt er að skrá alla veiði í veiðibók sem liggur frammi í veiðihúsi.

Verönd er við húsið með gasgrilli.


Annað

Veiðimenn eru beðnir um að nota einungis merkta slóða á veiðikorti og aka ekki utan þeirra. 

Veiði síðustu ára í Hallá eru um 100 laxar á ári. 
Vinsælar flugur hafa verið gárutúbur og rauður og svartur frances.

Leigutaki Hallár er Káraborg ehf og allar upplýsingar gefa Jóhannes Kári Bragason í síma 695 1168 og Skúli Húnn Hilmarsson í síma 774 8833.