Breiðdalsá er dragá, og sveiflast nokkuði í vatni. Veiðisvæðið, ásamt þverám er um 40 km langt. Meðalveiðin í Breiðdalsá sl. 10 ár eru um 600 laxar. Stórlaxavonin er mikil og laxar um og yfir 10 kg veiðast árlega. Óvíða veiða menn í fallegri á en Breiðdalsá og hliðarám hennar. Umhverfið er stórbrotið og fjallahringur Breiðdalsins á engan sinn líka. Aðkoma að flestum veiðistöðum er góð enda hefur Veiðifélag Breiðdæla unnið að gerð vegaslóða á hverju ári og má segja að nú sé aðgengi eins gott og frekast má vera. Veiðihúsið Eyjar hefur skipað sér í sess með bestu veiðihúsum landsins ef ekki það besta!
1. júlí – 30. september.
Yfirleitt þrír dagar í senn frá hádegi til hádegis, en þó í einstaka hollum tveir dagar og nú einnig stakir dagar yfir veiðitímabilið sé þess óskað.
Daglegur veiðitími kl. 7-13 og kl. 15-21 eftir hádegi. Brottfarardag síðasta morguninn skal veitt eingöngu til kl. 12:00.
Leyfðar eru 6 – 8 stangir.
Fluguveiði er eingöngu leyfð í júlí og ágúst, en spónn er einnig leyfður í september og síðan maðkur einnig síðar í september.
Skylt er að sleppa aftur öllum löxum 70 cm og stærri eða setja í klakkistur. Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum en öðrum skal sleppt.
Á bökkum Breiðdalsár í landi Eyja, sem eru neðarlega við ána, er nýlegt veiðihús sem býður upp á eina glæsilegustu gistiaðstöðu á landinu. Þar eru átta tveggja manna herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Þar af bíður glæsisvíta þeirra sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa eru með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arin er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins.
Hundahald er EKKI leyfilegt í húsinu. Síminn þar er 475 6776.
Og nú er hægt að kaupa staka daga án fæði eða gistiskyldu é þess óskað! Einnig er hægt er fyrir veiðihópa sem taka allar stangir að kaupa gistingu í Veiðihúsinu Eyjar án fæðis ef þess er óskað. Að öðru leyti verður fæði-og gistigjald á bilinu 20.000- 24.800 á mann á dag og þá miðað við fyrsta flokks fæði og þjónustu.Tilboð fyrir hópa.
Vinsælar flugur: Svört Frances, Rauð Frances, Friggi, Black and Blue, Snælda, Sunray Shadow
Umsjónarmaður/veiðivörður: Sigurður Staples (Súddi) Sími 660 6894 og 475 6776.