Með því að ýta á samþykkja eða halda áfram að nota vefinn samþykktir þú skilmála um vafrakökur (cookies). Frekari upplýsingar um vafrakökur má finna á allaboutcookies.org. Samþykkja
- Breiðdalsá - Silungasvæði -

Breiðdalsá - Silungasvæði
Breiðdalsá - Silungasvæði

Breiðdalsá - Silungasvæði - Sjóbleikja, urriði og laxavon


Veiðireglur

Hægt að kaupa heila eða hálfa daga, eða 2-3 daga holl, allt eftir óskum veiðimanna og stöðu lausra leyfa.

Veiðimenn mega haga veiðitíma að eigin óskum en þó innan 12 stunda ramma á hverjum sólarhring á ósasvæðinu en á öðrum svæðum ofar í ánni má veiða á bilinu kl. 7-13 og kl. 16-22 og síðsumars kl. 15-21. Brottfarardag skal veitt til kl. 12:00.

Leyfðar eru 6 stangir um vorið en síðan eru 4 stangir leyfðar fra 1. júlí.

Leyfilegt agn er fluga, spónn og maðkur og skyllt er að sleppa aftur löxum 70 cm og stærri. 

Leyfilegt er að hirða tvo laxa á stöng á dag undir þeim mörkum og einnig allan silung.


Veiðihús

Veiðihús er ekki innifalið í veiðileyfinu en í vorveiðinni til 30. júní er hægt að bóka gistingu í veiðihúsinu. 
Veiðihúsið er neðarlega við ána, það er nýlegt og eitt það glæsilegasta á landinu. 
Átta tveggja manna uppbúinn herbergi, hvert með sérbaðherbergi, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Þar af bíður glæsisvíta þeirra sem virkilega kunna að vera góðir við sjálfa sig. Í húsinu er gufubað og þaðan er útgengt í heitan pott. Borðstofa og setustofa eru með konunglegum aðbúnaði þar sem glæsilegur arinn er áberandi ásamt uppstoppuðum fuglum og fiskum á veggjum. Stór verönd er með grilli og góðri aðstöðu til útiborðhalds. Glæsilegt útsýni er yfir ómótstæðilegan fjallahring Breiðdalsins. Hundahald er EKKI leyfilegt í húsinu. Síminn þar er 475 6776. Gisting er ekki skylda í veiðihúsinu en hægt að fá gistingu eftir nánari samkomulagi. Tilboðsverð eru í boði fyrir hópa. Flestir kjósa að elda sjálfir og hafa allan aðbúnað til þess en ef óskað er geta silungsveiðimenn fengið tilboð með fullu fæði og þjónustu.


Annað

Hinar ýmsu straumflugur hafa verið að gefa vel í bleikjunni og ber þá helst að nefna bleikjuflugur Súdda veiðivarðar. Straumflugur hafa líka gefið vel í urriðann í byrjun sumars og þá sérstaklega þær sem gætu líkt eftir laxaseiðum. Þegar líða fer á sumarið fara púpur og þurrflugur að gefa vel. Fyrir lax er Sunray Shadow, Rauð Frances í ýmsum útgáfum að virka vel, og ekki má gleyma líka Snældunni.

Umsjónarmaður/veiðivörður: Sigurður Staples (Súddi) Sími 660 6894 og 475 6776